Mörg börn án endurskinsmerkja

Lögreglan telur brýnt að nota endurskinsmerki í skammdeginu.
Lögreglan telur brýnt að nota endurskinsmerki í skammdeginu. mbl.is

Lögreglumenn við eftirlitsstörf hafa tekið eftir því að undanförnu að mörg börn, og raunar fullorðnir einnig, eru á ferðinni án endurskinsmerkja. Eykur það hættu á umferðarslysum þegar svartasta skammdegið skellur á. Því þykir lögreglu mikilvægt að minna á mikilvægi merkjanna.

Foreldrar eru hvattir til að festa endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferli. Bendir lögregla á að íþrótta- og æskulýðsstarf barna og ungmenna fer í einhverjum tilvikum fram snemma að kvöldi og þá er mikilvægt að hafa öll öryggisatriði á hreinu.

Lögreglan biðlar þó einnig til fullorðinna enda ekki síður mikilvægt að þeir noti merkin.

Á mánudag hefst átak lögreglu, umferðarstofu og Nýja Kaupþings þar sem hægt verður að nálgast endurskinsmerki í útibúum bankans. Jafnframt verður öllum sex ára börnum gefið endurskinsmerki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka