Norðmenn eiga Íslendingum sjálfsvitundina að þakka

Knut Ødegård.
Knut Ødegård.

Rithöfundurinn Knut Ødegård segir í grein í norska blaðinu Aftenposten, að Íslendingar hafi fært Norðmönnum sögu sína og sjálfsvitund. Þá skuld muni Norðmenn aldrei geta endurgreitt en þeir hafi nú tækifæri til táknræns endurgjalds með því að veita Íslendingum þjóðargjöf vegna þeirra efnahagserfiðleika sem Ísland glímir nú við. 

Ødegård, sem var lengi forstjóri Norræna hússins á Íslandi, segir að það sé eitt, að lána Íslendingum fé sem þeir þurfi á að halda óháð Icesave-deilunni. Það hefði hins vegar verið stórmannlegra ef hinir ríku Norðmenn veittu Íslandi nú viðurkenningu í formi þjóðargjafar, til dæmis 10 milljarða norskra króna (220 milljarða íslenskra króna).

„Ekki sem ölmusu, Íslendingar eru stoltir, heldur sem fábrotið þakklæti fyrir að þeir skrifuðu miðaldasögu okkar áður en það varð of seint," segir Ødegård m.a.

Grein Knuts Ødegårds

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert