„Ótrúleg léttúð“ hjá Bjarna

Kristján Möller samgönguráðherra.
Kristján Möller samgönguráðherra. mbl.is/Friðrik

Kristján Möller samgönguráðherra sakaði sjálfstæðismenn um tvískinnung í umræðunum um Icesave fyrir stundu er hann vitnaði til viðtals BBC við Tryggva Þór Herbertsson, þáverandi ráðgjafa Geirs H. Haarde forsætisráðherra, 4. október 2008 þar sem hann hafi fullyrt að Ísland myndi bjarga bönkunum.

Kristján beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og gaf í skyn að í orðum Tryggva Þórs fælist viðurkenning á Icesave-skuldbindingunum.

Bjarni brást hart við ræðunni.

„Hvað er verið að reyna að segja hér,“ spurði Bjarni sem furðaði sig á því að færð væru rök fyrir því að Tryggvi Þór hefði geta skuldbundið þjóðina með þessum hætti.

Kristján svaraði þá í sömu mynt.

„Það er ótrúlegt að hlusta á nýjan formann Sjálfstæðisflokksins tala um málin af þeirri léttúð sem hann gerir,“ sagði Kristján þá.

Formaðurinn lætur „reka á reiðanum“

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna um óábyrgan málflutning. Hann hygðist láta „reka á reiðanum“ í málinu sem væri eins og að senda óhaffært skip á sjó.

Þeir sem hefðu haft hæst um pólitískar skotgrafir í málinu væru þeir sem „væru fastastir í þeim sjálfir“. Menn þyrftu að sýna snefil af samstarfsvilja og ábyrgð í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert