Ráðgjafarstofa hefur afgreitt 1.600 mál

mbl.is/Ómar

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur afgreitt 1.600 mál frá því að bankarnir hrundu og þar af 1.208 mál frá áramótum. Einstæðar mæður eru fjölmennar í hópi þeirra sem leita ráðgjafar en flestir eru á aldrinum 30 til 50 ára.

Þessar upplýsingar komu fram í erindi Ástu Sigrúnar Helgadóttur, forstöðumanns Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, á ársfundi ASÍ í dag. Hún sagði að Ráðgjafarstofan hafi einnig aðstoðað fjölda fólks við umsóknir um greiðsluaðlögun. Þau mál væru orðin 300 talsins.  

Hún benti á að 20 þúsund einstaklingar væru á vanskilaskrá í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert