Vestfjarðavegur ekki um Teigsskóg

Leið B liggur meðal annars gegnum Teigsskóg.
Leið B liggur meðal annars gegnum Teigsskóg.

Hæstirétt­ur hef­ur fall­ist á kröf­ur land­eig­enda, Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands og Fugla­vernd­ar­fé­lags Íslands um að felld­ur verði úr gildi úr­sk­urður um­hverf­is­ráðherra frá því í janú­ar 2007, sem féllst á svo­nefnda leið B í öðrum áfanga Vest­fjarðaveg­ar um Teigs­skóg frá Bjarkar­lundi til Eyr­ar í Reyk­hóla­hreppi. 

Nokkr­ir land­eig­end­ur á svæðinu, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands og Fugla­vernd­ar­fé­lag Íslands höfðuðu málið á hend­ur Vega­gerðinni og kröfðust ógild­ing­ar. Vega­gerðin skaut mál­inu til Hæsta­rétt­ar sl. des­em­ber. 

Skipu­lags­stofn­un lagðist árið 2006 gegn því, að Vest­fjarðaveg­ur yrði lagður sam­kvæmt til­lögu B á leiðinni frá Bjarka­lundi til Eyr­ar. Nýja veg­in­um er ætlað að bæta sam­göng­ur ann­ars veg­ar inn­ar Reyk­hóla­hrepps og hins veg­ar frá Hring­vegi til og frá V-Barðastranda­sýslu og norðan­verða Vest­f­irði.

Jón­ína Bjart­marz, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra, felldi hins veg­ar úr­sk­urð Skipu­lags­stofn­un­ar úr gildi og féllst á til­lögu Vega­gerðar­inn­ar um að fara með veg­inn um Teigs­skóg með til­tekn­um skil­yrðum. Land­eig­end­ur og nátt­úru­vernd­ar­fé­lög töldu að slík vega­gerð myndi hafa í för með gríðarleg óaft­ur­kræf um­hverf­is­spjöll í nær ósnortnu um­hverfi og höfðuðu því mál til að fá úr­sk­urð ráðherra ógild­an.

Ráðherra taldi m.a. í úr­sk­urði sín­um, að um­hverf­isáhrif veg­ar­ins væru ekki um­tals­verð þegar tekið væri til­lit til mót­vægisaðgerða og um­ferðarör­ygg­is nýja veg­ar­ins. Hæstirétt­ur tók hins veg­ar und­ir með land­eig­end­um og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um um að væri tekið til­lit til um­ferðarör­ygg­is nýja veg­ar­ins væri því tekið til­lit til þátt­ar sem í raun væri ávinn­ing­ur af fram­kvæmd­inni en um­hverf­isáhrif­in yrðu áfram óbreytt.

Leið B, sem var val­kost­ur Vega­gerðar­inn­ar, er rúm­ir 15 km á lengd og ligg­ur frá Þóris­stöðum í Þorskaf­irði, út Þorska­fjörð vest­an­verðan, um Hall­steins­nes, þvert yfir ut­an­verðan Djúpa­fjörð vest­ur á Grónes (Gróu­nes) og þaðan þvert yfir ut­an­verðan Gufu­fjörð. Vest­an Gufu­fjarðar liggi veg­ur­inn frá Mela­nesi og vest­ur fyr­ir Kra­ká.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert