20% flensusjúklinga á gjörgæslu

Almenn bólusetning við svínaflensu hefst væntanlega í nóvember.
Almenn bólusetning við svínaflensu hefst væntanlega í nóvember. Reuters

Far­sótt­ar­nefnd Land­spít­ala seg­ir að það veki at­hygli hve hátt hlut­fall sjúk­linga, sem þurfa að leggj­ast inn vegna in­flú­ensu um þess­ar mund­ir, legg­ist á gjör­gæslu­deild­ir. Á hverj­um tíma séu um 20% sjúk­linga með in­flú­ensu á Land­spít­ala á gjör­gæslu­deild. Það sé mun hærra en í ár­leg­um in­flú­ensu­far­aldri.

Far­sótt­ar­nefnd­in hvet­ur til notk­un­ar veiru­leyfja gegn H1N1 in­flú­ensk­unni hjá sjúk­ling­um með bráð ein­kenni sem bendi ótví­rætt til in­flú­ensu­sýk­ing­ar. Sér­stak­lega eigi þetta við um þá sem séu með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma en einnig heil­brigða ein­stak­linga. Því fyrr sem lyfja­gjöf hefst þeim mun meiri er ávinn­ing­ur­inn.

Seg­ir nefnd­in, að reynsla Ástr­ala í sum­ar hafi bent til þess að þeim sjúk­ling­um sem fengu veiru­lyf síðar í sjúk­dóms­gangi væri hætt­ar við að lenda á gjör­gæslu­deild en þeim sem fengu lyf­in fyrr.

Far­sótta­nefnd Land­spít­ala vill einnig ít­reka fyrri til­mæli sín til ætt­ingja sjúk­linga að þeir tak­marki heim­sókn­ir eins og kost­ur er vegna hættu á að þeir geti smitað sjúk­linga sem eru á spít­al­an­um af in­flú­ensu.

Bólu­setn­ingu starfs­manna Land­spít­ala er nú lokið og er ekki til meira bólu­efni að sinni til þess­ara nota. Starfs­mönn­um sem vilja enn láta bólu­setja sig er bent á að snúa sér til sinn­ar heilsu­gæslu­stöðvar og panta tíma. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka