Aðgerðaáætlun gegn mansali að fara af stað

Aðgerðaáætl­un gegn man­sali er að kom­ast af stað eft­ir langa bið. Sér­fræðiteymi sem á að hrinda bróðurparti henn­ar í fram­kvæmd hef­ur verið komið á fót, þótt ekki sé full­skipað enn.

Þá liggja fyr­ir frum­vörp sem lúta að full­gild­ingu Pal­ermó-samn­ings­ins um skipu­lagða glæp­a­starf­semi, Pal­ermó-bók­un­ar­inn­ar og samn­ings Evr­ópuráðsins frá 2005. Eini hlut­inn sem ekki er kom­inn í þingið er breyt­ing á út­lend­inga­lög­um í sam­ræmi við þann samn­ing. Sú breyt­ing fjall­ar um dval­ar­leyfi fyr­ir fórn­ar­lömb man­sals.

„Skipu­lögð glæp­a­starf­semi er orðin raun­veru­leg hér á Íslandi og við verðum að taka á þessu strax,“ seg­ir Ragna Árna­dótt­ir dóms­málaráðherra. Hún seg­ir að aðstæður til vitna­vernd­ar verði að ræða. „Þetta er álita­mál sem verður að taka til at­hug­un­ar.“

Nán­ar seg­ir frá þess­um mál­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert