Emilíana Torrini og Flosi ríða á vaðið

Á morgun kemur út nýtt sunnudagsblað Morgunblaðsins. Sunnudagsblaðið hefur verið hugsað upp á nýtt og í því verður boðið bæði upp á ýmsar nýjungar sem og hefðbundna hluti eins og Lesbók og krossgátuna.

Í þessu fyrsta blaði verður bæði viðtal við Emilíönu Torrini og Flosa Ólafsson ásamt hefðbundnu lesbókarefni. Af því má ætla að meiningin sé að höfða til fólks á öllum aldri með breitt áhugasvið enda lofar ritstjóri sunnudagsblaðsins í spjalli við mbl.is, krassandi blaði, stútfullu af áhugaverðu efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert