Flogið eftir slösuðum sjómanni

SuperPuma-þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
SuperPuma-þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Árni Sæberg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er nú að hífa slasaðan sjó­mann um borð, úr ís­lensku fiski­skipi, um sex­tíu sjó­míl­ur vest­ur af Bjargtöng­um.

Til­kynn­ing kom til Gæsl­unn­ar á ní­unda tím­an­um í kvöld um að áhafn­ar­meðlim­ur hefði fót­brotnað og var eft­ir það metið hvort nauðsyn­legt væri að senda þyrluna eft­ir hon­um. Um fjöru­tíu mín­út­um síðar var þyrl­an kölluð út og er sem fyrr seg­ir nú að hífa mann­inn úr skip­inu.

Ekki er talið að hann sé al­var­lega slasaður, en ekki er hægt að greina nán­ar frá til­drög­um slyss­ins að svo búnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert