Flugvél Iceland Express bilaði

Flugvél Iceland Express, sem var á leið frá Alicante í gærkvöldi, lenti á Gatwick flugvelli í London um miðnætti í gær sökum bilunar í einum hreyfli vélarinari. Var ákveðið að lenda í London til að skipta um flugvél og komu farþegarnir heim í morgun.

Að sögn Iceland Express var ákveðið  að óska eftir forgangi við lendingu í London á hefðbundinn hátt,  þegar um er að ræða bilun af þessu tagi. Segir félagið, að ekki hafi verið um að ræða neina hættu og farþegar tekið þessu með stakri ró.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert