Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er staddur í Dalasýslu. Eftir stuttan fund með sveitarstjórn fór forsetinn á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast, samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Dalabyggðar.
Dagskráin heldur áfram í dag og á forsetinn eftir að heimsækja Dvalarheimilið Silfurtún, MS og Guðrúnarlaug í Sælingsdal. Einnig situr forsetinn stofnfund ungra bænda.