Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekki farið fram hér á landi á lýðveldistíma.
Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekki farið fram hér á landi á lýðveldistíma. mbl.is/Ómar

For­sæt­is­ráðherra hef­ur lagt fram á Alþingi laga­frum­varp um þjóðar­at­kvæðagreiðslur. Með frum­varp­inu er lagt til að sett verði al­menn lög um fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Frum­varpið var unnið í sam­ráði við full­trúa allra þing­flokka.

Það er end­ur­flutt frá síðasta lög­gjaf­arþingi og er það efn­is­lega óbreytt að öðru leyti en því að tekið hef­ur verið til­lit til nokk­urra at­huga­semda sem sett­ar voru fram í um­sögn­um um frum­varpið til alls­herj­ar­nefnd­ar Alþing­is ann­ars veg­ar frá lands­kjör­stjórn og hins veg­ar frá Skúla Guðmunds­syni, skrif­stofu­stjóra hjá Þjóðskrá.

Fram kem­ur í at­huga­semd­um við laga­frum­varpið að mark­mið þess sé að kveða með al­menn­um lög­um á um fram­kvæmd og til­hög­un þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hvort sem um sé að ræða þjóðar­at­kvæðagreiðslur sem skylt sé að halda sam­kvæmt ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar eða ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslur sem Alþingi ákveði að efna til með samþykkt þings­álykt­un­ar­til­lögu.

Þá seg­ir að lög um þjóðar­at­kvæðagreiðslur hafi ekki verið sett fyrr hér á landi þrátt fyr­ir að gert sé ráð fyr­ir slíkri at­kvæðagreiðslu í nokkr­um til­vik­um í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Þjóðar­at­kvæðagreiðsla hafi þó ekki farið fram hér á landi á lýðveld­is­tíma. Ekki hafi verið deilt um að þörf sé á setn­ingu sér­stakr­ar lög­gjaf­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslur.

Í fyrstu grein laga­frum­varps­ins seg­ir:

„Alþingi get­ur ákveðið með þings­álykt­un að al­menn og leyni­leg þjóðar­at­kvæðagreiðsla skuli fara fram sam­kvæmt lög­um þess­um um til­tekið mál­efni eða laga­frum­varp og er niðurstaða slíkr­ar at­kvæðagreiðslu ráðgef­andi.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar á vef Alþing­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert