Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt

Þingmenn samþykktu frumvarp um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og …
Þingmenn samþykktu frumvarp um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. mbl.is/Eggert

Alþingi samþykkti í dag með 32 at­kvæðum gegn 1 frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aðgerðir í þágu ein­stak­linga, heim­ila og fyr­ir­tækja vegna banka- og gjald­eyr­is­hruns­ins. Frum­varpið tek­ur þegar gildi þannig að aðgerðirn­ar komi til fram­kvæmda um næstu mánaðamót.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi frum­varpið og sagði það unnið í tíma­hraki. Verið væri að demba sam­an marg­vís­leg­um skuld­um, sem ekki ættu heima sam­an í sama frum­varp­inu. Gerði hann m.a. at­huga­semd við greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­tölu, sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu.

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, sagði það mikið ánægju­efni að full­trú­ar allra flokka hefðu séð sér fært að vinna sam­an að mál­inu og fylgja því til enda. Við ætl­um að vinna sam­an, leita sam­eig­in­legra lausna og fylgja þeim eft­ir," sagði hann.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, sagðist styðja málið í trausti þess að um væri að ræða fyrsta skrefið í aðgerðum til bjarg­ar skuld­sett­um heim­il­um og að næst yrðu stig­in skref til að taka á höfuðstól lána og koma á heil­brigðum lána­markaði. Í sama streng tók Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sem sagði að þetta frum­varp tæki á greiðslu­vand­an­um en eft­ir væri að taka á skulda­vanda heim­il­anna.

Davíð Stef­áns­son, þingmaður VG, sagði að þetta væru gríðarlega flókn­ar aðgerðir sem farið hefði verið í á mjög mikl­um hraða við erfiðar ástæður. Hann sagðist hafa lagt áherslu á það í fé­lags­mála­nefnd að stofnað verði embætti umboðsmanns skuld­ara og væri það komið á verk­efna­skrá nefnd­ar sem á að fylgj­ast með fram­kvæmd lag­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert