Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir það ekki liggja endanlega fyrir hvaða leiðir verða farnar til að ná boðuðum niðurskurði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs um 1,5 milljarða króna.
Í stöðunni telur hann eðlilegast að hámarksgreiðslur á mánuði verði lækkaðar, en þær eru nú 350 þúsund krónur.
Ráðherra segir það einnig koma til greina að lækka hlutfall greiðslna af launum foreldra, en það er núna 80% með hámarksgreiðslu upp á 350 þúsund krónur á mánuði.