„Já, þetta er fjörutíu og átta ára gamalt met,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, stoltur faðir Hinriks Huga, sem fæddist í gær á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann vó rúmar 23 merkur, 5.810 grömm, og var 59 cm langur.
Fyrra met á FSA var síðan árið 1961 og vó barnið sem þá fæddist 5.720 grömm. Hinrik Hugi sló því 48 ára gamalt met við fæðingu. Hann er þriðja barn Rúnars og eiginkonu hans, Hugrúnar Óskar Ólafsdóttur.
Nánar er fjallað um fæðinguna í samtali við foreldra Hinriks Huga í Morgunblaðinu í dag.