Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins úr 4,60% á lánum með uppgreiðsluákvæði í 4,55%. Vextir á Íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis lækka úr 5,10% í 5,05%. Vaxtalækkunin tekur gildi í dag. Vextir á lánum Íbúðasjóðs lækkuðu síðast þann 18. júní sl.
Vaxtaákvörðun
Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið
var í gær ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna
ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru
4,10%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,50%, að því er fram kemur á vef Íbúðalánasjóðs.