Icesave-frumvarp til fjárlaganefndar

Fjárlaganefnd þingsins þarf á ný að leggjast yfir Icesave-málið.
Fjárlaganefnd þingsins þarf á ný að leggjast yfir Icesave-málið. mbl.is/Heiðar

Fyrstu umræðu um nýtt Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi laust fyrir hádegi í dag og var samþykkt að senda málið til fjárlaganefndar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í lok umræðunnar að nú væri smátt og smátt að byrja að skrifast nýr kafli í sögu þjóðarinnar, kaflinn eftir hrun. „Við erum bara á fyrstu blaðsíðunum þar... En við eigum að hafa trú á framtíðinni, vera bjartsýn og ætla okkur að láta þetta takast og þá aukast líkurnar á að þannig fari," sagði Steingrímur.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaðru Framsóknarflokksins, sagði að í dag væri 23. október, dagurinn, sem himininn átti að hrynja yfir Íslendinga ef ekki væri búið að samþykkja Icesave-samningana. En ekkert slíkt hefði gerst.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum nýjasta auðlind Breta og Hollendinga og með þessum samningi hafa þeir af okkur 100 milljónir á dag í vexti um ókomin ár," sagði Vigdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert