Hæsti maður heims, Tyrkinn Sultan Kösen, ræddi við íslenska fjölmiðla í dag. Kösen kom til landsins í gær, en hann ferðast nú um heiminn og er að kynna nýjustu útgáfu Heimsmetabókar Guinness.
Kösen, sem er hvorki meira né minna en 2,465 metrar á hæð, sagði nýverið að hann væri í konuleit, enda tilbúinn í hjónaband.
Á morgun mun hann árita Heimsmetabók Guinness í Smáralind.
Verslunin G.Á. húsgögn var fengin til þess að hanna og smíða stól handa Tyrkjanum og var fyrirvarinn lítill, aðeins tveir dagar gefnir til verksins.