Fjárfestingarsamningur við Verne Holding

Athafnasvæði Verne Global á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Athafnasvæði Verne Global á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Drög að fjár­fest­ing­ar­samn­ingi við Ver­ne Hold­ing ehf. um bygg­ingu og rekst­ur gagna­vers í Reykja­nes­bæ voru árituð í iðnaðarráðuneyt­inu í dag.   Samn­ing­ur­inn kveður á um tíma­bundn­ar íviln­an­ir vegna fjár­fest­ing­ar­inn­ar hér á landi. Byggt var á fyr­ir­mynd­um í þeim fjár­fest­ing­ar­samn­ing­um sem gerðir hafa verið vegna stóriðju á und­an­förn­um árum.

Í til­kynn­ingu frá Katrínu Júlí­us­dótt­ur, iðnaðarráðherra, seg­ir að á næst­unni muni hún leggja fyr­ir rík­is­stjórn frum­varp til laga um heim­ild til samn­inga um gagna­ver í Reykja­nes­bæ.

Sam­kvæmt frum­varp­inu  verði iðnaðarráðherra veitt heim­ild til að gera fjár­fest­ing­ar­samn­ing fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar við Ver­ne Hold­ing um bygg­ingu og rekst­ur gagna­vers­ins svo staðfesta megi samn­ing­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert