Þingmenn að fá afskriftir?

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Hreyfingunni.
Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Hreyfingunni. mbl.is/Ómar

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagðist á Alþingi í dag velta því fyr­ir sér hvort sú samstaða sem náðist um greiðslumiðlun­ar­frum­varp meðal þing­flokk­anna í fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd stafi af því að þar inni sé kannski fólk sem sé að fara að fá stór­felld­ar af­skrift­ir vegna hluta­bréfalána. Þetta þyrfti að skoða.

Þór lét þessi um­mæli falla í ann­arri umræðu um málið en Þuríður Backm­an bað þing­mann­inn að gæta orða sinna. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að þetta væri ein­hver sorg­leg­asta stund sem hún hefði upp­lifað á þing­inu. „Eng­inn í fé­lags- og trygg­inga­nefnd er að gæta sinna hags­muna og það er eng­inn hér á þing­inu að setja þessi lög með þess­um hraði til að tryggja niður­fell­ingu sinna eig­in skulda," sagði hún og sagði að Þór yrði að biðja þing­menn af­sök­un­ar á orðum sín­um.

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fyk­ing­ar­inn­ar, sagði það ekki sæma þing­manni að saka nefnd­ar­menn um sam­særi um sér­hags­muna­gæslu á vett­vangi nefnd­ar­starfa þings­ins.

Þór sagði að sér væri ljúft og skylt að biðja Unni Brá af­sök­un­ar ef hann hefði sært hana en sagðist ekki hafa sakað þing­menn um neitt. Hann sagðist ekki vera að væna þing­menn um að reka eig­in­hags­munapóli­tík í þessu máli held­ur að eðli­legt væri að það kæmi fram í hags­muna­skrán­ingu alþing­is­manna ef þeir skulduðu stór­fé vegna hluta­bréfa­kaupa. Í frum­varp­inu væri hins veg­ar gert ráð fyr­ir niður­fell­ingu skulda vegna hluta­bréfa­kaupa. „Það er ekk­ert um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem lýt­ur að því. Ef þing­menn eða aðrir eru stór­skuldug­ir vegna hluta­bréfa­kaupa þá bara er það svo­leiðis," sagði Þór.

Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu síðar um dag­inn sagði Þór, að skilja hefði mátt orð hans þannig, að nefnd­ar­menn í fé­lags­mála­nefnd væru drifn­ir áfram af eig­in fjár­hags­leg­um hags­mun­um. „Ef að slíkt hef­ur mátt skilj­ast hef ég mis­mælt mig. Það var að sjálf­sögðu ekki ætl­un mín að ýja að því," sagði hann.

Frum­varpið varð að lög­um eft­ir há­degið í dag. Ólína fjall­ar um málið á bloggsíðu sinni síðdeg­is og seg­ir að Þór væri sæmra að óska eft­ir op­in­berri  rann­sókna á hags­mun­um þing­manna al­mennt í þessu efni, held­ur en að fara með dylgj­ur um fá­eina ein­stak­linga sem séu að sinna skyldu­störf­um fyr­ir þingið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert