Tillaga um lífeyrissjóði felld

Frá ársfundi ASÍ.
Frá ársfundi ASÍ. mbl.is/Golli

Til­laga Vil­hjálms Birg­is­son­ar, for­manns Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, og 15 meðmæl­enda um að launa­fólk yf­ir­taki stjórn­ir  líf­eyr­is­sjóða, var felld í leyni­legri at­kvæðagreiðslu á árs­fundi Alþýðusam­bands Íslands í dag með 79,3% at­kvæða gegn 20,7%.

Sam­kvæmt til­lög­unni átti að fela miðstjórn ASÍ að vinna að því að at­vinnu­rek­end­ur hverfi úr stjórn­um líf­eyr­is­sjóða og að unnið verði að breyt­ing­um á reglu­gerðum sjóðanna með þeim hætti að sjóðsfé­lag­ar kjósi sér stjórn­ar­menn með beinni kosn­ingu. 

Hart var deilt um þessi mál und­ir lok árs­fund­ar­ins, sem nú er að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert