Tillaga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, og 15 meðmælenda um að launafólk yfirtaki stjórnir lífeyrissjóða, var felld í leynilegri atkvæðagreiðslu á ársfundi Alþýðusambands Íslands í dag með 79,3% atkvæða gegn 20,7%.
Samkvæmt tillögunni átti að fela miðstjórn ASÍ að vinna að því að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og að unnið verði að breytingum á reglugerðum sjóðanna með þeim hætti að sjóðsfélagar kjósi sér stjórnarmenn með beinni kosningu.
Hart var deilt um þessi mál undir lok ársfundarins, sem nú er að ljúka.