Fara þarf aftur til haustsins 2005 til að finna viðlíka stóran rjúpnastofn á Norðurlandi og hann er orðinn nú, að sögn dr. Ólafs Karls Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Áætlað er að stofninn telji nú um 800 þúsund fugla. Horfur eru því góðar fyrir veiðimenn á komandi rjúpnaveiðitímabili. Náttúrufræðistofnun leggur til að í haust verði ekki veiddar fleiri en 71 þúsund rjúpur.Nánar er fjallað um rjúpuna í Morgunblaðinu í dag.