Vilja lögbann á innheimtu gengislána

Sýslumaður úrskurðar um lögbannskröfur
Sýslumaður úrskurðar um lögbannskröfur mbl.is/Ómar

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmynd talsmanns neytenda um að krefjast lögbanns á innheimtu gengistryggðra lána.  Samtökin hafa áður lýst yfir stuðningi við við tillögu talsmanns neytenda um gerðardómsleið og harma að hvorki stjórnvöld né fjármálastofnanir hafi kosið að láta á hana reyna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„Með skipun gerðardóms væri hægt að gera víðtæka sátt, með aðkomu allra hlutaðeigandi aðila, í þeirri deilu sem upp er komin af völdum forsendubrests í gengis- og verðtryggðum lánasamningum neytenda.

Það er mat Hagsmunasamtaka heimilanna að nýlega boðaðar aðgerðir stjórnvalda séu ófullnægjandi.  Í þeim felst að greiðslubyrði lána minnkar tímabundið en þó munu lántakendur að öllum líkindum bera tjón sitt óbætt þegar upp er staðið.  Samtökin lýsa yfir miklum vonbrigðum með að umrædd áform feli ekki í sér áætlun um afnám verðbreytingarákvæða í lánasamningum því með slíkri aðgerð væri hægt að koma í veg fyrir frekari eignaupptöku," samkvæmt tilkynningu.

Sjá nánar á vef Hagsmunasamtökum heimilanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert