„Viljum að hlutirnir séu í lagi“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Ég vakna ekki á morgnana með þann draum efst í huga að fella ríkisstjórnina,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll í gær.

„Við viljum bara að hlutirnir séu í lagi og að menn einbeiti sér að því sem máli skiptir en séu ekki stanslaust með mál á dagskrá sem hafa ekkert með lausn efnahagskreppunnar að gera.“

Bjarni taldi að ríkisstjórninni hefði ekkert orðið ágengt og hún notað tímann einstaklega illa. Í stað þess að taka á vandanum sem steðjaði að fjölskyldum og fyrirtækjum hefði tíminn farið í að ræða breytingar á stjórnarskrá, inngöngu í ESB og Icesave.

Nánar er sagt frá fundinum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert