Brýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu fá viðurkenningu

Verðlaunabrú við Hringbraut.
Verðlaunabrú við Hringbraut. Vegagerðin

Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut hafa hlotið viðurkenningu fyrir gerð þeirra og frágang. Það er Vegagerðin sem stóð fyrir viðurkenningunni.

Vegagerðin hefur um nokkurt skeið veitt viðurkenningu fyrir gerð og frágang mannvirkja. Í gær var þessi viðurkenning veitt í þriðja sinn, fyrir verk sem lokið var við á árunum 2005-2007.

Verkið var samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Verktaki voru Háfell og Eykt. Um hönnun sáu Línuhönnun (nú Efla) og Stúdíó Granda. Um eftirlit sá Almenna Verkfræðistofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert