Guðmundur er nýr formaður ÖBÍ

Öryrkjabandalagið er til húsa í Hátúni í Reykjavík.
Öryrkjabandalagið er til húsa í Hátúni í Reykjavík. Kristinn Ingvarsson

Guðmundur Magnússon var rétt í þessu kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann hlaut 43 atkvæði til formennskunnar en mótframbjóðandi hans, Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, fékk 30 atkvæði. Fráfarandi formaður ÖBÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu af persónulegum ástæðum.

Fundurinn fer fram á Grandhótel í dag og flutti Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra  ávarp í upphafi fundarins. Fundinn sitja um 110 manns þar af um 85 fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ, en félögin eru 32 alls.

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon
Sigursteinn Másson.
Sigursteinn Másson. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert