Hálka á Holtavörðuheiði

Vegir eru auðir á Suðurlandi og á Suðvesturlandi
Vegir eru auðir á Suðurlandi og á Suðvesturlandi mbl.is/Golli

Vegir eru auðir um allt sunnanvert landið, allt frá Faxaflóa til Austfjarða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Svínadal. Hálka eða hálkublettir eru sumstaðar á Vestfjörðum, einkum á heiðum og hálsum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli en þæfingur á Lágheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða inn til landsins á Norðausturlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert