Kæmi til þess að mál yrði síðar höfðað vegna Icesave-samkomulagsins með aðkomu EFTA-dómstólsins er ljóst að málið yrði það umfangsmesta sem komið hefði til kasta hans.
Þetta segir dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, sem telur að fleiri ríki muni sýna málaferlunum áhuga, komi til þeirra á annað borð. Að hans mati er Icesave-samkomulagið einstakt enda sé þar á ferð áhugaverð blanda af lögfræði og stjórnmálum.
Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.