Kveikt í íþróttahúsi í Njarðvík

Mbl.is

Kveikt var í bíl í Njarðvíkum og lagður eldur að íþróttahúsinu Ungmennafélags Njarðvíkur í nótt. Eldurinn náði ekki að breiðast út en þeir sem kveiktu í eru enn ófundnir. Brotist var inn í eina verslun á höfuðborgarsvæðinu og maður rændur í miðborginni.

Kveikt var í fólksbíl við íþróttavallarhúsið í Njarðvíkum og brotist inn í húsið sjálft. Innbrotsmennirnir lögðu síðan eld að dóti í því herbergi þar sem farið var inn. Eldurinn náði ekki að breiðast út fyrir herbergið og lítið um skemmdir nema á þeim varningi sem í herberginu var. Eldurinn náði að teygja sig upp í loft. Tæknideild er þar nú þar að störfum. Óvíst er hversu mikið tjónið er. Gerningsmennirnir ganga enn lausir.

Hjá lögreglunni var annars fremur rólegt í nótt. Ráðist var á vegfaranda við Laugaveg og hann rændur. Þá var brotist inn í blómaverslunina Súkkulaði og rósir og þar opnuð sjóðsvél. Ekki liggur fyrir hversu mikið fé þjófurinn hafði á brott með sér. Fjórir voru síðan teknir fyrir ölvunar og lyfjaakstra. Nokkuð erilsamt var hjá vaktinni í Kópavogi vegna útkalla um hávaða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert