Líf og fjör á Skólavörðustíg

Siggi Hall útdeilir kjötsúpu við hegningarhúsið á Skólavörðustíg.
Siggi Hall útdeilir kjötsúpu við hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Mbl.is/Heiddi

Hundruð fólks eru nú á Skólavörðustíg, í miðbæ Reykjavíkur, þar sem býðst rjúkandi heit kjötsúpa fyrir gesti og gangandi. Útdeiling súpunnar hófst klukkan eitt, fyrir framan hegningarhúsið, þar sem listakokkurinn Siggi Hall hafði komið sér fyrir með súpupott.

Alls eru hinir gjafmildu súpukokkar fjórir, en auk Sigga eru það Úlfar Eysteinsson, Snorri Birgir Snorrason og Friðgeir Eiríksson, sem útdeila súpunni. Ekki var annað að sjá á súpuþegum en að gjöfin yljaði vel og væri góð á bragðið.

Fólk gæðir sér á grænmetissúpu fyrir utan nýju bókabúðina á …
Fólk gæðir sér á grænmetissúpu fyrir utan nýju bókabúðina á Skólavörðustíg. Mbl.is/Heiddi
Stúlknakór söng fyrir vegfarendur um hádegisbilið, þeim til yndisauka.
Stúlknakór söng fyrir vegfarendur um hádegisbilið, þeim til yndisauka. Mbl.is/Heiddi
Fólk lét ekki segja sér það tvisvar að smakka á …
Fólk lét ekki segja sér það tvisvar að smakka á súpunni. Mbl.is / Heiddi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka