Líf og fjör á Skólavörðustíg

Siggi Hall útdeilir kjötsúpu við hegningarhúsið á Skólavörðustíg.
Siggi Hall útdeilir kjötsúpu við hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Mbl.is/Heiddi

Hundruð fólks eru nú á Skóla­vörðustíg, í miðbæ Reykja­vík­ur, þar sem býðst rjúk­andi heit kjötsúpa fyr­ir gesti og gang­andi. Útdeil­ing súp­unn­ar hófst klukk­an eitt, fyr­ir fram­an hegn­ing­ar­húsið, þar sem lista­kokk­ur­inn Siggi Hall hafði komið sér fyr­ir með súpupott.

Alls eru hinir gjaf­mildu súpu­kokk­ar fjór­ir, en auk Sigga eru það Úlfar Ey­steins­son, Snorri Birg­ir Snorra­son og Friðgeir Ei­ríks­son, sem út­deila súp­unni. Ekki var annað að sjá á súpuþegum en að gjöf­in yljaði vel og væri góð á bragðið.

Fólk gæðir sér á grænmetissúpu fyrir utan nýju bókabúðina á …
Fólk gæðir sér á græn­met­is­súpu fyr­ir utan nýju bóka­búðina á Skóla­vörðustíg. Mbl.is/​Heiddi
Stúlknakór söng fyrir vegfarendur um hádegisbilið, þeim til yndisauka.
Stúlknakór söng fyr­ir veg­far­end­ur um há­deg­is­bilið, þeim til yndis­auka. Mbl.is/​Heiddi
Fólk lét ekki segja sér það tvisvar að smakka á …
Fólk lét ekki segja sér það tvisvar að smakka á súp­unni. Mbl.is / Heiddi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert