Öryrkjabandalag Íslands kýs sér nýjan formann í dag á aðalfundi samtakanna sem nú fer fram á Grand hótel í Reykjavík. Núverandi formaður gefur ekki kost á sér aftur. Tveir eru í framboði.
Tveir eru í framboði til formannsembættisins, þeir Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins og Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar. Núverandi formaður, Halldór Sævar Guðbergsson, gefur ekki kost á sér aftur af persónulegum ástæðum.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, flutti ræðu á aðalfundinum í morgun.