Bílvelta var í dag á hringveginum við Másvötn á Mývatnsheiði. Voru tveir fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akureyri en voru þeir taldir vera með minniháttar meiðsl.
Þá festist ferðamaður á Öxafjarðarheiði og sendi lögreglan bíl til þess að aðstoða manninn við að komast til baka. Heiðin var lokuð vegna ófærðar en engu að síður höfðu þar farið um fjölmargir bílar í dag. Eru ökumenn hvattir til þess að hlýta slíkum lokunum þar sem fólk getur hæglega lent í vandræðum vegna þessa.