Sunnudagsblaðið á laugardögum

Forsíðuviðtal Sunnudagsmogga er við Emilíönu Torrini.
Forsíðuviðtal Sunnudagsmogga er við Emilíönu Torrini.

Ný útgáfa Sunnudagsmoggans kom út í gær og þar af leiðandi er ekkert sunnudagsblað í dag. Frá og með þessari helgi er sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins borin fyrr út á laugardögum og fylgir hún Morgunblaðinu á laugardagsmorgnum.

Sunnudagsmogginn er stærri og fjölbreyttari en fyrr og verða Lesbók og Barnablaðið hluti af honum. Eftir sem áður verða fréttaskýringar og viðtöl í Sunnudagsmogganum, en teknir hafa verið inn nýir efnisþættir, sem gerð verða skil með reglubundnum hætti. Þar á meðal eru ferðalög, matur, heilsa og hönnun.

Í nýjum Sunnudagsmogga er forsíðuviðtalið við Emilíönu Torrini, sem lauk í vikunni vel heppnuðu tónleikaferðalagi um Evrópu og hefur gert sig heimakomna á vinsældalistum erlendis. Burðarviðtalið í Lesbók, sem er á öftustu tíu síðum blaðsins, er við Margréti Örnólfsdóttur tónlistarkonu með meiru og nú bókarhöfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert