Búið að grafa yfir 5 km

Nú styttist í að slegið verði í gegn í göngunum …
Nú styttist í að slegið verði í gegn í göngunum sem unnið er að milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Helgi Bjarnason

Eftir er að sprengja 151 meter í Bolungarvíkurgöngum áður en slegið verður í gegn. Samtals er því búið að sprengja 5.005 metra eða 97% af heildarlengd ganganna, að því er fram kemur á bb.is.

Gröftur Bolungarvíkuganga gekk misjafnlega í síðustu viku. Frá Hnífsdal voru sprengdir 56 metrar og er heildarlengdin þeim megin orðin 2.632 metrar. Frá Bolungarvík voru einungis sprengdir 16 metrar og er heildarlengdin þeim megin orðin 2.373 metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert