Greitt með eðlilegum hætti af meginþorra íbúðalána

Sam­kvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands um fjár­mála­stöðug­leika er greitt með eðli­leg­um hætti af 85-90% allra fasgteignalána í krón­um. Um er að ræða bráðabirgðatöl­ur en Seðlabank­inn vinn­ur nú að því að afla frek­ari upp­lýs­inga hjá viðskipta­bönk­um og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um um stöðu mála.

Um 5% þess­ara lána eru í greiðslu­jöfn­unm og um 7% í fyrst­ingu sam­kvæmt skýrslu Seðlabank­ans. Fram kem­ur í skýrsl­unni að miðað við eft­ir­stöðvar íbúðalána við lok síðasta árs voru 87% heilda­r­í­búðalána í krón­um. Seðlabank­inn tel­ur í ljósi þessa að greitt sé af með eðli­leg­um og óbreytt­um hætti af meg­inþorra allra íbúðalána. Þó eru vís­bend­ing­ar um að um 9% heilda­r­í­búðalána í krón­um séu í van­skil­um og þar af 6% í al­var­leg­um van­skil­um.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að um 9% heim­ila séu með íbúðalán sem eru geng­is­tryggð fast­eignalán að hluta eða öllu leyti. Vís­bend­ing­ar séu um að um fimmt­ung­ur geng­is­tryggðra íbúðalána séu í van­skil­um hjá stóru viðskipta­bönk­un­um og þar af liðlega 10% í al­var­leg­um van­skil­um.

Fjár­mála­stöðug­leiki

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert