Í bið vegna orkuskatts

Eitt verkefnið var mjög langt komið. Það snýst um aukna …
Eitt verkefnið var mjög langt komið. Það snýst um aukna framleiðslu í álverinu í Straumsvík. Það er nú í biðstöðu. mbl.is/Ómar

Er­lend fyr­ir­tæki, sem und­ir­bjuggu sjö ólík verk­efni hér á landi, settu áform sín um starf­semi og fjár­fest­ing­ar í biðstöðu þegar þau fréttu að í fjár­lög­um væri gert ráð fyr­ir því að taka hér upp nýj­an orku­skatt. Mann­vit verk­fræðistofa og dótt­ur­fé­lag þess HRV unnu að und­ir­bún­ingi verk­efn­anna. Þau byggðust öll á ork­u­nýt­ingu, m.a. vegna gagna­vera og í tengsl­um við áliðju.

Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son, for­stjóri Mann­vits, sagði að ein­ung­is hefðu liðið nokkr­ar klukku­stund­ir frá því að frétt­ist af hug­mynd um nýj­an orku­skatt þar til fyrsta fyr­ir­tækið til­kynnti að verk­efnið hér hefði verið sett í biðstöðu. Hann sagði fyr­ir­tæk­in öll ætla að bíða átekta.

Nán­ar er fjallað um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert