Ísland á dagskrá AGS

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,í höfuðstöðvum hans í Washington.
Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,í höfuðstöðvum hans í Washington. Reuters

Fyrsta endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands verður á dagskrá framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á miðvikudag líkt og íslensk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku.

Fram kemur á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem dagskrá framkvæmdastjórnarinnar verður birt, að 28. október fari fram fyrsta endurskoðuninn samkvæmt samkomulagi og ósk um framlengingu áætlunarinnar. 

Íslensk stjórnvöld sögðust í síðustu viku telja víst, að  framkvæmastjórn sjóðsins muni samþykkja endurskoðun áætlunarinnar á fundi sínum. Í kjölfarið muni Ísland fá aðgang að öðrum hluta af lánafyrirgreiðslu AGS upp á 105 miljónir SDR eða 168 milljónir Bandaríkjadala, 20,6 milljarða króna.

Þá opni einnig aðgangur að fyrsta fjórðungi 2,7 milljarða dala lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna og Póllands, eða að 675 milljónum dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert