Feðgarnir Jón Ásbjörnsson og Ásbjörn sonur hans létu ekki kreppuna slá sig út af laginu og hafa reist nýja og fullkomna fiskvinnslu í Örfirisey. Vinnsla í húsinu er hafin af fullum krafti.
Hið gamalkunna fyrirtæki Fiskkaup hf. á og rekur þessa nýju fiskvinnslu að Fiskislóð 34, í nýrri 3.200 fermetra byggingu sem er sérsniðin fyrir framleiðsluna.
Þarna vinna alls um 50 manns við fiskvinnslu og skrifstofustörf. Byggingin er staðsett við enda verbúðalengjunnar á Granda, bak við Grandakaffi.