Sóknaráætlanir um allt land

Svæðaskipting landsins.
Svæðaskipting landsins. Forsætisráðuneytið

Sóknaráætlanir verða mótaðar í öllum landshlutum á næstu mánuðum. Landinu hefur verið skipt upp í sjö svæði í því skyni. Heimamenn, stofnanir og ráðueyti munu auk fleiri koma að verkinu undir forystu landshlutasamtaka og stýrihóps Sóknaráætlunar en í honum eru m.a. fimm ráðherrar.

Í frétt forsætisráðuneytisins segir m.a. að svæðaskipting landsins sé hugsuð „til að ná megi nauðsynlegri viðspyrnu við endurreisn efnahagslífsins. Í henni felst m.a. sýn á að nýtt og stærra höfuðborgarsvæði sem þurfi að starfa sem eina heild.“

Með frétt forsætisráðuneytisins fylgja bæði kort af nýju svæðaskiptingunni og ítarleg greinargerð um kortið. 

Hið nýja höfuðborgarsvæði nær nú frá Reykjanesi í Borgarnes og yfir á Árborgarsvæðið. „Borgarnes, Akranes og Árborg eru þó jafnframt máttarstólpar á Vesturlandi og Suðurlandi og munu koma að gerð áætlana fyrir þau svæði. Tillaga að svæðaskiptingunni hefur verið unnin í samráði við ráðuneyti, landshlutasamtök og forystu Sambands sveitarfélaga.“

Markmið með svæðaskiptingunni er að mynda stór og öflug atvinnu- og þjónustusvæði fyrir íbúa landsins. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert