Vill öll Norðurlöndin á evrusvæði

Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Finnlands. mbl.is/RAX

Matti Van­han­en, for­sæt­is­ráðherra, Finn­lands, ít­rek­ar í viðtali við finnska rík­is­út­varpið, YLE, að hann vilji sjá öll Norður­lönd­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og á evru­svæðinu. Þrjú Norður­land­anna, Finn­land, Svíþjóð og Dan­mörk eiga aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en aðeins Finn­ar eru aðilar að evr­ópska mynt­banda­lag­inu.

Van­han­en seg­ir, að Finn­ar muni halda sig við þá stefnu, að vera ekki í Atlants­hafs­banda­lag­inu en hins veg­ar hafi sam­starf í varn­ar­mál­um verið byggt upp í tengsl­um við starf­semi banda­lags­ins. Nor­eg­ur, Dan­mörk og Ísland eiga aðild að NATO. 

Þegar Van­han­en er spurður hvort nauðsyn­legt sé að Norður­lönd­in séu öll aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu eða NATO svar­ar hann að hvert land fyr­ir sig verði að taka eig­in ákv­arðanir. 

„En ég tel að það væri eðli­legt mark­mið allra ríkj­anna að stefna að aðild bæði að Evr­ópu­sam­band­inu og mynt­banda­lag­inu. Ég tel hins veg­ar ekki að það eigi að vera sér­stakt mark­mið Norður­land­anna að taka sam­eig­in­leg­ar ákv­arðanir um varn­ar­mál. Finn­land mun taka sín­ar eig­in ákv­arðanir," seg­ir Van­han­en. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert