Einn var fluttur sjúkrahús eftir að stór fólksbíll valt í morgun á Snæfellsnesvegi, rétt við Langá. Gríðarleg hálka var að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Tilkynnt var um slysið um tíuleytið. Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum. Bíllinn skemmdist það mikið að hann var tekinn af númerum.
Lögregla og sjúkraflutningalið fóru á staðinn. Karlmaðurinn sem slasaðist var ekki mikið meiddur að mati lögreglunnar en fluttur til myndatöku á sjúkrahúsinu á Akranesi. Bíllinn valt heilan hring. Ökumaður missti stjórn á bílnum í mikilli ísingu sem myndaðist í brekku í morgunsárið.