Fyrir þá sem ekki þurfa bráðnauðsynlega að lækka greiðslubyrðina er greiðslujöfnunarleiðin ekki góður kostur.
Ingólfur Ingólfsson, fjármálaráðgjafi, segir í viðtali við Stöð 2 að þeir sem ekki þurfi nauðsynlega á því að halda að lækka greiðslubyrðina ættu að sleppa því að nota greiðslujöfnunarleið ríkisstjórnarinnar. Þeir ættu frekar að halda áfram að greiða af lánum sínum eins og kostur er.