Kynjabilið minnst á Íslandi

Jafnræði kynjanna er mest á Íslandi.
Jafnræði kynjanna er mest á Íslandi. mbl.is/Valdís Thor

Ísland er í 1. sæti í vísi­tölu Alþjóðaefna­hags­ráðsins (World Economic For­um) um jafn­ræði kynj­anna í heim­in­um sam­kvæmt nýrri skýrslu ráðsins Global Gend­er Gap Report 2009, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands.

Þar seg­ir að Nor­eg­ur sem hafi verið í fyrsta sæti sé nú í því þriðja, Finn­land sé í öðru sæti og Svíþjóð í því fjórða. Vísi­tal­an nær til 134 landa og seg­ir til um hversu vel þjóðir skipta auðlind­um sín­um og tæki­fær­um milli karla og kvenna, óháð því hversu mik­il þau eru.

Þá seg­ir að hækk­un Íslands megi rekja til smá­vægi­legra breyt­inga til hins betra í þátt­töku og tæki­fær­um í at­vinnu­líf­inu, mennt­un og þátt­töku í stjórn­mál­um. Skipti þá mestu fjöldi þing­kvenna sem hafi farið úr 33% í 43% á tíma­bil­inu, minni launamun­ur og auk­in at­vinnuþátt­taka. Svo megi geta þess að Ísland skipi fyrsta sætið í vald­efl­ingu kvenna í stjórn­mál­um (e. political empower­ment) og sé það að þakka fjölda kvenna á þingi og fjölda kvenþjóðarleiðtoga í gegn­um tíðina.

En þrátt fyr­ir að Ísland leiði heims­byggðina hvað þetta varðar er jafn­rétti ekki náð, því enn er tölu­verður launamun­ur milli karla og kvenna í svipuðum störf­um, þar sem Ísland er í 50. sæti, og fáar kon­ur eru meðal hátt­settra emb­ætt­is­manna og fram­kvæmda­stjóra, en þar er landið í 46. sæti.

 „Skýrsl­an sýn­ir að minnk­un kynja­bils­ins á öll­um sviðum er grunn­ur­inn að auðugu og sam­keppn­is­hæfu sam­fé­lagi. Leiðtog­ar heims­ins ættu að taka ákv­arðanir í sam­ræmi við þessa staðreynd þegar þeir vinna að end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og koma því á rétt­an kjöl í átt að sjálf­bær­um lang­tíma vexti,“ seg­ir Laura Ty­son pró­fess­or í viðskipta- og hag­fræði við Kali­forn­íu­há­skóla í Berkeley og einn skýrslu­höf­unda.

Af þeim Evr­ópu­lönd­um sem eru á topp 20 list­an­um yfir jafn­ræði kynj­anna falla lang­flest niður um sæti eða standa í stað og því er stökk Íslands upp um þrjú sæti at­hygl­is­vert í ljósi efna­hagskrepp­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert