Leggja drög að yfirlýsingu um nýtt sjúkrahús

Líkan af nýjum Landspítala
Líkan af nýjum Landspítala mbl.is

Forystusveit lífeyrissjóðanna fundaði í gær með fulltrúum Landspítala og heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta þar sem rætt var um hugsanlega þátttöku sjóðanna í byggingu nýs hátæknispítala. Aðgerðahópur lífeyrissjóðanna, alls um fimmtíu manns, sat fundinn.

„Núna erum við að leggja drög að viljayfirlýsingu um að við lánum fjármuni til byggingar sjúkrahúss. Við nálgumst verkefnið með jákvæðum huga en höfum þó ekki gefið neitt formlega út. Ég vona samt að svo geti orðið innan tíðar, en vissulega tekur þetta nokkurn tíma, svo sem að fara með málið í gegnum hið félagslega bakland sjóðanna,“ sagði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert