Óttast skert umferðaröryggi

Vegir geta litið út fyrir að vera blautir en verið …
Vegir geta litið út fyrir að vera blautir en verið flughálir. Rax / Ragnar Axelsson

Tvö um­ferðaró­höpp í Borg­ar­f­irði í dag má rekja til fljúg­andi hálku. Báðir bíl­arn­ir sem fóru út af voru vel bún­ir til vetr­arakst­urs, ann­ar á nýj­um nagla­dekkj­um og hinn á nýj­um heils­árs­dekkj­um. Varðstjóri í lög­regl­unni í Borg­ar­nesi ótt­ast að niður­skurður á fé til vegaþjón­ustu bitni á um­ferðarör­yggi.

Varðstjór­inn sagði hvor­ugt slysið í dag mega rekja til óvar­kárni í akstri. Bíl­arn­ir hafi aug­ljós­lega ekki verið á mik­illi ferð og endað rétt utan við veg. Hins veg­ar voru aðstæður þannig við Langá í morg­un og Svigna­sk­arð í há­deg­inu að ís­ing myndaðist á veg­un­um.

Veg­irn­ir litu út fyr­ir að vera vot­ir en voru huld­ir flug­hálli íshúð. Ekki var stætt á ís­ing­unni, að sögn varðstjór­ans. Úrkoma var í gær og blautt um. Hit­inn sveiflaðist í kring­um frost­mark. Rétt fyr­ir sól­ar­upp­rás hélaði allt og fraus. Ómögu­legt er að sjá ís­ing­una.

Varðstjór­inn sagði að vegna þess að minna fé sé til vegaþjón­ustu hafi dregið úr því að veg­ir séu saltaðir. Hann vildi hvetja öku­menn til að prófa akst­ursaðstæður. Það má t.d. gera með því að stíga var­lega á brems­una og gá hvernig bíll­inn brems­ar. Gæta þarf að því að slík­ar til­raun­ir skapi ekki hættu fyr­ir aðra bíla í um­ferðinni. Þá á að miða öku­hraða við aðstæður og ágætt að flýta sér hægt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert