Verulegar líkur eru á að stöðugleikasáttmálinn verði ekki framlengdur segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þó á að reyna til þrautar en samningurinn rennur út á miðnætti.
Möguleiki er á að kjarasamningar haldi þótt stöðugleikasáttmálanum verði sagt upp, að öðrum kosti kemur ekki til umsaminna launahækkana.