Skerðingu mótmælt í Skagafirði

Sauðárkrókur. Skerðing opinberrar þjónustu er í bígerð.
Sauðárkrókur. Skerðing opinberrar þjónustu er í bígerð. mbl.is

Fyrirhugaðri skerðingu framlaga til opinberra stofnana og þeirrar fækkunar sem af því leiðir er mótmæt harðlega á borgarafundi sem haldinn var á Sauðárkóki í dag.

Nefndar eru breytingar sem varða embætti sýslumannsembætti og lögreglu á Sauðárkróki og Héraðsdóm Norðurlands vestra, auk niðurskurðartillagna er varða Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

„Niðurskurður sem þessi eykur miðstýringu frá höfuðborgarsvæðinu og viðheldur öfugþróun undanfarinna ára þar sem ríkisrekstur blés út á því svæði á meðan umsvif hins opinbera í besta falli stóðu í stað út um land. Nú frekar en nokkru sinni er nauðsynlegt að nýta slagkraft landsbyggðarinnar sem er vel í stakk búin til að koma að endurreisn þeirri sem nú stendur yfir,“ segir í ályktun fundarins.

Þar er minnt á að í Skagafirði séu fjölmörg sóknarfæri meðal annars á sviði undirstöðuatvinnugreina þjóðarinnar. Þannig geti héraðið gegnt lykilhlutverki í endurreisn íslensks samfélags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert