Slegið í gegn 27. nóvember

Unnið í Bolungarvíkurgöngum.
Unnið í Bolungarvíkurgöngum. bb.is

Slegið verður í gegn í Bol­ung­ar­vík­ur­göng­um 27. nóv­em­ber næst­kom­andi, að sögn Rún­ars Ágústs Jóns­son­ar staðar­stjóra Ósafls. Talið er að erfið set­lög bíði nú ganga­gerðarmanna. Þá er reiknað með að stoppa gröft­inn Bol­ung­ar­vík­ur­meg­in um viku áður en slegið verður í gegn.

Rún­ar sagði stefnt að því að ljúka allri frá­gangs­vinnu sem snýr að bergstyrk­ing­um fyr­ir ára­mót. Þá tek­ur við vinna við frá­veitu­lagn­ir og vatns­klæðning­ar. Einnig verður byrjað á vinnu við raf­búnað. Reiknað er með að vinna við þessa þrjá verkliði standi fram á næsta vor.

Ganga­gerðar­menn sem vinna Bol­ung­ar­vík­ur­meg­in tók­ust á við erfið set­lög í nær allt sum­ar. Mjög mikið þurfti að vinna við styrk­ing­ar á berg­inu. Vatns­agi hef­ur ekki plagað ganga­gerðar­menn. Nú eru um 80 manns við störf á verkstaðnum.

Stefnt er að því að opna göng­in milli Hnífs­dals og Bol­ung­ar­vík­ur fyr­ir um­ferð um mitt næsta sum­ar. Þau munu leysa af hólmi veg­inn um Óshlíð, en hann er oft erfiður og jafn­vel hættu­leg­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert