Sóttu vélarvana bát

Húnabjörg.
Húnabjörg.

 
Eitt af björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörgin frá Skagaströnd, var kallað út   í morgun vegna vélarvana báts.
 
Báturinn, sem er 15 tonna plastbátur, var á línuveiðum á Kolkugrunni um 35 mílur út af Skagaströnd þegar hann fékk netadræsur sem voru fljótandi í sjónum í skrúfuna.
 
Útkallið barst á níunda tímanum og Húnabjörgin kom að bátnum á ellefta tímanum og tók hann í tog. Búist er við að skipin komi til hafnar á Skagaströnd síðdegis.
 
Veður á svæðinu er þokkalegt og engin hætta var talin á ferðum enda báturinn úti á miðjum flóa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert