Sóttu vélarvana bát

Húnabjörg.
Húnabjörg.

 
Eitt af björg­un­ar­skip­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, Húna­björg­in frá Skaga­strönd, var kallað út   í morg­un vegna vél­ar­vana báts.
 
Bát­ur­inn, sem er 15 tonna plast­bát­ur, var á línu­veiðum á Kolku­grunni um 35 míl­ur út af Skaga­strönd þegar hann fékk neta­dræs­ur sem voru fljót­andi í sjón­um í skrúf­una.
 
Útkallið barst á ní­unda tím­an­um og Húna­björg­in kom að bátn­um á ell­efta tím­an­um og tók hann í tog. Bú­ist er við að skip­in komi til hafn­ar á Skaga­strönd síðdeg­is.
 
Veður á svæðinu er þokka­legt og eng­in hætta var tal­in á ferðum enda bát­ur­inn úti á miðjum flóa. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert