Stjórn SA fundar í hádeginu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mun koma sam­an í há­deg­inu í dag til að fara yfir stöðu mála í tengsl­um við viðræður full­trúa vinnu­markaðar­ins og stjórn­valda um stöðug­leika­sátt­mál­ann. „Við reikn­um með að þetta klárist í dag,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA.

„Það er verið að ræða mál­in áfram við rík­is­stjórn­ina,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Menn haldi áfram að reyna ná fram breyt­ing­um á yf­ir­lýs­ingu stjórn­valda varðandi mik­il­væg mál.

„Við feng­um út­spil frá henni [rík­is­stjórn­inni] þar sem þetta miðaði sam­an, en ekki nærri nógu langt. Það er spurn­ing hvort þetta hrekk­ur í liðinn í dag,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að það sé ekki úti­lokað að það ger­ist.

Málið snú­ist nú um póli­tísk­ar ákv­arðarn­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ein af þeim hug­mynd­um sem hafa verið rædd­ar er að SA og ASÍ segi sig frá sam­starfi um stöðug­leika­sátt­mál­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert